Fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um slysið klukkan 14.22 …
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um slysið klukkan 14.22 og lauk aðgerðum við Goðafoss um 15.30. mbl.is/Árni Sæberg

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll í Skjálfandafljót um miðjan daginn er erlendur ferðamaður. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni lagði þyrlan af stað frá Akureyri, með hinn slasaða innanborðs, klukkan 17.14. Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl frá slysstað til Akureyrar.

Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins.

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um slysið klukkan 14.22 og lauk aðgerðum við Goðafoss um 15.30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert