Komandi kjaraviðræður snúast um lífskjör

Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þorbergsson ræddu komandi kjarasamingaviðræður …
Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þorbergsson ræddu komandi kjarasamingaviðræður á Þingvöllum í morgun.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, formaður SA, eru sam­mála um að kom­andi kjaraviðræður muni snú­ast um lífs­kjör.

„Í þess­um kjara­samn­ing­um sem fram und­an eru erum við að semja um lífs­kjör allra á Íslandi, hring­inn í kring­um landið,“ sagði Hall­dór Benja­mín í sam­tali við Björt Ólafs­dótt­ur, þátta­stjórn­anda þjóðmálaþátt­ar­ins Þing­valla, sem hóf göngu sína á ný á K100 í morg­un.

Ragn­ar Þór seg­ir að kröfu­gerð VR fyr­ir kom­andi kjaraviðræður sé að mestu klár, fyr­ir utan launaliðinn.  „Verka­lýðsfé­lög­in eru nán­ast í þess­um töluðu orðum að setja sam­an sín­ar kröfu­gerðir og það mun skýr­ast á næstu tveim­ur til þrem­ur vik­um hver tónn­inn verður varðandi launaliðinn og hvort að það verði krónu­tölu­hækk­an­ir eins og mikið verður rætt um,“ sagði Ragn­ar.  

Hall­dór Benja­mín seg­ir at­vinnu­rek­end­ur að sama skapi vera að búa til sín­ar áhersl­ur inn í kjara­samn­ing­ana. „Báðir aðilar koma með eitt­hvað að borðinu og þurfa að gefa eitt­hvað eft­ir til þess að miðla mál­um. Þetta er ekki þannig að at­vinnu­rek­end­ur bíði bara með hend­ur í skauti og fái ein­hverja kröfu­gerð og bregðist við henni, alls ekki.“

„Okk­ar kröfu­gerð snýr að stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, þjóðarátaki í hús­næðismál­um, ráðast gegn vöxt­um á verðtrygg­ing­unni og ýmsu sem snýr að lífs­kjör­um al­mennt,“ sagði Ragn­ar.

Krafa Fram­sýn­ar hóf­leg

Björt spurði Ragn­ar hvort hann myndi styðja kröfu stétt­ar­fé­laga um 375.000 króna lág­marks­laun, en stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík greindi frá því í vik­unni að fé­lagið mun krefjast þess í kom­andi kjaraviðræðum við at­vinnu­rek­end­ur að lág­marks­laun verði 375.000 kr. á mánuði fyr­ir fullt starf.

„Mér finnst hún hóf­leg. Svo fer eft­ir því á hversu löng­um tíma við erum að tala um. Hvernig ætl­um við að dreifa því sem er til skipt­anna. Ef við tök­um 375.000 og setj­um yfir í pró­sent­ur og hækk­um yfir all­an skalann eru þetta nátt­úru­lega æv­in­týra­leg­ar upp­hæðir sem ég held að all­ir séu sam­mála um að gangi ekki upp. En við þurf­um að ákveða hvernig við ætl­um að skipta því sem er til skipt­anna, hverj­ir munu fá mest og hverj­ir þurfa mest og hverj­ir þurfa mest á því að halda,“ sagði Ragn­ar.

Hall­dór Benja­mín hef­ur sagt að kraf­an muni leiða til 200 til 300 millj­arða hækk­un­ar launa­kostnaðar á ári.

Fleira sem sam­ein­ar en sundr­ar

Hall­dór Benja­mín seg­ir það aug­ljóst að blik­ur séu á lofti í at­vinnu- og launa­mál­um og að fólk skynji það sjálft. Hins veg­ar er hann sann­færður um að fleiri þætt­ir sam­eini verka­lýðshreyf­ing­una og at­vinnu­rek­end­ur en sundri.

„Það eru átaka­punkt­ar hér og þar en það sem við erum heilt yfir sam­mála um er það að næstu samn­ing­ar verði ein­hvers kon­ar lífs­kjara­samn­ing­ar. Við erum að byggja und­ir bætt lífs­kjör allr­ar þjóðar­inn­ar,“ sagði Hall­dór Benja­mín.  

Hús­næðismál, af­nám verðtrygg­ing­ar, vext­ir og launa­mál al­mennt voru einnig meðal umræðuefna í þætti dags­ins sem má hlusta á heild sinni á vef K100. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert