Maður féll í Goðafoss

Ferðamenn taka sjálfur við Goðafoss
Ferðamenn taka sjálfur við Goðafoss mbl.is/Hari

Óttast er að maður hafi fallið í Goðafoss og hafa björgunarsveitir á Norðurlandi eystra verið kallaðar út. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í loftið til að aðstoða við leitina.

Vísir greindi fyrst frá málinu.

Uppfært klukkan 15.25:

Fyrstu viðbragðsaðilar eru komnir að manninum og verið er að vinna að frekari björgun. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra á facebooksíðu sinni.

Henni var tilkynnt um mann sem hefði falið í Skjálfandafljót við Goðafoss klukkan 14.22. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun vegna hópslyss ræst á svæðinu og viðbragðsaðilar boðaðir út.

Nánari upplýsingar verða veittar þegar frekari upplýsingar berast af vettvangi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert