Drifrafhlöður rafbíla: Endurunnar erlendis

Rafhlaða rafbíls.
Rafhlaða rafbíls.

Fáeinum rafgeymum úr rafbílum hefur verið skilað til Efnamóttökunnar hf., að sögn Jóns H. Steingrímssonar framkvæmdastjóra. Hann sagði að rafgeymarnir fari í endurvinnslu erlendis og málmar úr þeim séu endurnýttir þar.

Rafgeymar sem innihalda lithíum, nikkel-kadmíum og fleiri efni fara til Frakklands. Búa þarf sérstaklega um rafgeyma sem innihalda lithíum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Eldhætta getur fylgt komist vökvi í þá. Sett eru rakadræg efni með rafgeymunum áður en þeir eru sendir úr landi. Rafgeymar og eldfimar rafhlöður eru geymdar fjarri öðrum brennanlegum efnum, helst í óupphitaðri útigeymslu. Geymslurnar eru oftar en ekki vaktaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert