Ekki verið ákveðið með áfrýjun

Valur Lýðsson.
Valur Lýðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sjö ára fangelsisdómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Val Lýðssyni, fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana, verði áfrýjað.

Þetta segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í samtali við mbl.is. Dómurinn féll 24. september og hefur embættið fjórar vikur til þess að taka ákvörðun um hvort honum verði áfrýjað að sögn Sigríðar. 

Valur var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi þar sem dómarinn taldi ekki að sýnt hefði verið fram á að um ásetning hefði verið að ræða.

Ákæruvaldið fór fram á að Valur yrði dæmdur fyrir morð og í 16 ára fangelsi en héraðsdómur féllst sem fyrr segir ekki á það.

Fyrir utan sjö ára fangelsi var Valur dæmdur til þess að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju fyrir sig auk útfararkostnaðar og alls sakarkostnaðar í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert