Björgunarsveitirnar Vopni og Jökull á Austurlandi komu í kvöld erlendum ferðamönnum til bjargar í Langadal þar sem þeir voru í sjálfheldu í mikilli hálku á sumardekkjum.
Vel gekk að aðstoða ferðamenninna, en að sögn lögreglunnar á Austurlandi var nokkuð um að ökumenn lentu í erfiðleikum á Austurlandi í dag vegna hálku.
Greint var frá því í dag að færð væri farin að spillast víða um land og þurfti að loka Víkurskarðinu og Öxi vegna ófærðar.
Þá var hálka eða hálkublettir Norðausturlandi og eitthvað um éljagang á flestum leiðum í Mývatnssveit. Eins var hálka og hálkublettir á á Fjarðarheiði. Hálkublettir á Mjóafjarðarheiði og snjóþekja á Breiðdalsheiði. Hálkublettir eru á milli Djúpavogs og Hafnar.