Mikið um þjófnað í sjálfsafgreiðslu

Emmeline Taylor
Emmeline Taylor

Búðahnupl á sjálfsafgreiðslukössum í Bretlandi er útbreitt að sögn Emmeline Taylor, afbrotafræðings og yfirmanns rannnsókna við samfélagsfræðideild City, University of London.

Í könnun sagðist fimmtungur fólks stela reglulega í sjálfsafgreiðslu, að jafnaði fyrir 15 pund á mánuði. Á ársvísu gæti tjónið fyrir breskar verslanir numið allt að 1,6 milljörðum punda.

Öryggismiðstöðin stóð fyrir ráðstefnu á fimmtudag þar sem þessi mál voru rædd, en hér á landi hafa sjálfsafgreiðslukassar verið að ryðja sér til rúms, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert