Orri Páll hættur í Sigur Rós

Orri Páll Dýrason er hættur í Sigur Rós.
Orri Páll Dýrason er hættur í Sigur Rós. Ljósmynd/Facebook-síða Sigur Rósar

Orri Páll Dýrason hefur ákveðið að hætta sem trommuleikari hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Hann segir að ákvörðunin hafi verið sér þungbær.

Bandaríska listakonan Meagan Boyd sakaði Orra Pál um að hafa nauðgað henni árið 2013 og birti hún ásakanir þess efnis á Instagram-síðu sinni fyrir nokkrum dögum.

„Vegna umfangs þessa máls hef ég ákveðið að hætta í Sigur Rós. Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært,“ skrifar Orri Páll á Facebook-síðu sinni.

„Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.“

Orri Páll þakkar vinum og vandamönnum fyrir veittan stuðning vegna ásakananna.

„Málið hefur óneitanlega tekið á mig síðustu daga. Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess.“

Hann biður fólk um að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar og segir að ekki sé um réttarhöld að ræða heldur orð Meagan Boyd gegn hans á netinu.

Spilað með Sigur Rós í tæp 20 ár

Orri Páll gekk til liðs við Sigur Rós árið 1999, skömmu eftir upptökur á plötunni Ágætis byrjun, og hefur því spilað með hljómsveitinni í tæp tuttugu ár.

Hann hefur spilað inn á fimm hljóðversplötur með sveitinni, eða ( ), Takk, Með suð í eyrum við spilum endalaust, Valtari og Kveikur.

View this post on Instagram

I made a post following up with some information about my abuser/rapist getting in touch with me, gaslighting, and trying to silence me as well as denying what he did to me in 2013 in which he raped me 2 times over the course of a night spent with him during his stay in Los Angeles recording an album. I posted screen shots of his correspondence with me via email and they were flagged by someone and removed by @instagram for not following community standards. I did not remove them myself. I understand if they may have violated Instagrams standards of privacy so I will not repost on here but they have been sent to a major broadcasting network in Iceland. I will not back down or be silenced or gaslighted. I know what happened and I will not forget. This has not been easy for me or my family but it is my duty to expose him as a sexual predator who should not be in a woman's safe place. Today is the first time I truly wanted to cry as I've pushed down and repressed my trauma for years. His name is Orri Páll Dýrason and he is in a band called @sigurros 💔 I'm looking to speak with a lawyer as well- this story is beginning to build momentum and hype and some legal advice would be appreciated.

A post shared by Meagan Boyd 🏺🌿🐚🐍 (@yinshadowz) on Sep 28, 2018 at 12:58pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert