Sala á nýjum bílum í september dróst saman um 23,7% borið saman við sama mánuð í fyrra.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu en þar segir einnig að 935 fólksbílar hafi verið nýskráðir í mánuðinum. Sú tala var 1.266 í september í fyrra.
Ef horft er á tímabilið frá áramótum hefur bílasala dregist saman um 12,6% miðað við sama tímabil í fyrra.
Á sama tíma hefur eftirspurn eftir rafmagnsbílum aukist en skráningar á rafsmagnsbílum hafa aukist um 34% yfir árið og á tengiltvinnbílum hafa skráningar aukist um 29%.