<span>Öll flug Primera Air fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafa verið flutt til annarra flugfélaga og engin röskun á að verða á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi, að því er fram kemur í frétt á <a href="https://www.heimsferdir.is/tilkynning/" target="_blank">vef Heimsferða.</a> G<span>reint var frá því nú síðdegis að Primera Air lýsi yfir gjaldþroti frá og með morgundeginum.</span></span>
Heimsferðir hafi <span>flutt alla samninga sína til Travelservice og muni aðstoða farþega Primera Air við að tryggja að allir komist á áfangastað og til Íslands. Í fréttatilkynningu frá Heimsferðum segir að ferðaskrifstofan muni hefja </span>flug með Travelservice frá og með morgundeginum, 2. október.
Engin breyting verði á flugáætlun Heimsferða sem hafi samið um öll flug sín í vetur með óbreyttum hætti. Það sama gildi fyrir það flug sem þegar hafi verið kynnt fyrir næsta sumar.
Er Travelservice sagt vera eitt stærsta flugfélag Evrópu, með 56 vélar í rekstri. Flugfélagið sé jafnframt eigandi Czech Airlines og hafi Heimsferðir nýtt þjónustu þess árum saman.
„Til að aðstoða farþega Primera Air, sem hafa bókað beint hjá félaginu, þá munu Heimsferðir bjóða þeim farþegum flug til Íslands til og með 3 .október, til að leysa úr vanda farþega og samþykkja farseðla frá Primera Air sem greiðslu. Þeir farþegar þurfa að senda afrit af farseðli á netfang: sala@heimsferdir.is og fá þá annan farseðil útgefinn í staðinn,“ að því er segir í fréttatilkynningu Heimsferða, sem ítreka að greiðslustöðvun Primera Air hafi engin áhrif á starfsemi ferðaskrifstofunnar, eða flug farþega á hennar vegum.
<h3>Greiðslustöðvun í kjölfar „þungbærra áfalla“</h3>Í frétt á vef Heimsferða segir að greiðslustöðvun Primera Air sé „mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins eftir árangursríkan rekstur í 14 ár“. Þetta hafi gerist í „kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið missti vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarða króna.“
Miklar seinkanir við afhendingu véla frá Airbus til Primera Air á þessu ári hafi þá kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu. „Þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins.“
Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum hafi stjórn félagins tekið „þá á ákvörðun að hætta rekstri núna“ þar sem slíkt megi gera á þessum á tímapunkti og „lágmarka óþægindi til viðskiptavina“.
<a href="https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/10/01/primera_air_gjaldthrota/" target="_blank">https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/10/01/primera_air_gjaldthrota/</a>
Segir á vef Heimsferða að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands að því að leysa úr málum farþega sem eiga bókuð flug og upplýsingar um það verði á heimasíðu félagsins.
„Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafa verið flutt til annarra flugfélaga, og munu ferðaskrifstofur upplýsa farþega sína um það, en engin röskun verður á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi.“
Heimsferðir hafi nú flutt alla samninga sína til Travelservice, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til Íslands.