Söluaðilar geta sleppt posum

Færslugjöld verða hagstæðari ef greitt er með forritinu í stað …
Færslugjöld verða hagstæðari ef greitt er með forritinu í stað greiðslukorta. mbl.is/ÞÖK

Á næstu vik­um mun Reikni­stofa bank­anna (RB) fara af stað með snjallsíma­for­ritið Kvitt sem ger­ir not­end­um kleift að borga með milli­færslu gegn­um síma hjá söluaðilum

Með þessu verða færslu­gjöld mun hag­stæðari þar sem ekki er þörf á notk­un de­bet- eða kred­it­korts. Þeir söluaðilar sem það kjósa geta þá sleppt því að vera með posa og tekið við greiðslum gegn­um Kvitt.

„Þetta er í raun app hjá okk­ur og þú ferð í versl­un og borg­ar í þess­ari greiðslu­vél, Kvitt. Þú berð sím­ann upp að nem­an­um, sem er svona greiðslukubb­ur, færð upp­hæðina á skjá­inn og hjá hvaða söluaðila þú ert stadd­ur og staðfest­ir,“ seg­ir Aðal­geir Þorgríms­son, fram­kvæmda­stjóri sér­lausna hjá Reikni­stofu bank­anna, í um­fjöll­un um nýj­ung þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert