Söluaðilar geta sleppt posum

Færslugjöld verða hagstæðari ef greitt er með forritinu í stað …
Færslugjöld verða hagstæðari ef greitt er með forritinu í stað greiðslukorta. mbl.is/ÞÖK

Á næstu vikum mun Reiknistofa bankanna (RB) fara af stað með snjallsímaforritið Kvitt sem gerir notendum kleift að borga með millifærslu gegnum síma hjá söluaðilum

Með þessu verða færslugjöld mun hagstæðari þar sem ekki er þörf á notkun debet- eða kreditkorts. Þeir söluaðilar sem það kjósa geta þá sleppt því að vera með posa og tekið við greiðslum gegnum Kvitt.

„Þetta er í raun app hjá okkur og þú ferð í verslun og borgar í þessari greiðsluvél, Kvitt. Þú berð símann upp að nemanum, sem er svona greiðslukubbur, færð upphæðina á skjáinn og hjá hvaða söluaðila þú ert staddur og staðfestir,“ segir Aðalgeir Þorgrímsson, framkvæmdastjóri sérlausna hjá Reiknistofu bankanna, í umfjöllun um nýjung þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert