Sópa til sín kúnnum í Skandinavíu

Starfsfólk Tix.is; Sindri Finnbogason, Hrefna Jónsdóttir, Íris Sch. Einarsdóttir og …
Starfsfólk Tix.is; Sindri Finnbogason, Hrefna Jónsdóttir, Íris Sch. Einarsdóttir og Þórir Jökull Finnbogason. Björn Steinar Árnason var fjarstaddur þegar myndin var tekin. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska miðasölufyrirtækið Tix hefur stækkað hratt síðasta árið og selur nú fleiri miða erlendis en það gerir hér á landi.

„Við seldum í kringum 850 þúsund miða á Íslandi í fyrra. Þetta hefur svo stækkað hratt í Skandinavíu,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tix.is, í samtali við Morgunblaðið.

Tix fagnar fjögurra ára afmæli í dag, 1. október, og selur miða fyrir stærstu menningarhús landsins; Hörpu, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið auk flestra tónleikahaldara. Fyrir helgi sá Tix um miðasölu á tónleika Ed Sheeran en salan nam yfir 500 milljónum króna á tveimur tímum. Nýlega færði KSÍ miðasölu sína yfir til Tix.

Auk þessa selur fyrirtækið miða fyrir fjölda menningarhúsa í Svíþjóð, Noregi og nú síðast í Færeyjum, að því er fram kemur í umfjöllun um Tix í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka