Vegurinn breikkaður

Framkvæmdir eru í fullum gangi og miðar vel.
Framkvæmdir eru í fullum gangi og miðar vel. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdir eru hafnar við breikkun Grindavíkurvegar á tveimur stöðum. Tekinn er 1,8 kílómetra kafli við Seltjörn, upp undir Reykjanesbraut, og svo 1,5 kílómetra langur spotti við afleggjarann að Bláa lóninu.

Á báðum stöðum verða vegaxlir færðar, en slíkt þarf að gera svo aðskilja megi akbrautir með vegriði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Talin hefur verið mikil þörf á þessum framkvæmdum, en allmörg umferðarslys – þar með talin banaslys – hafa orðið þessari leið á undanförnum árum þar sem til dæmis bílar sem mætast hafa skollið saman. Þrýstu Grindvíkingar mjög á um endurbætur á veginum og má segja að framkvæmdirnar nú séu svar við því kalli bæjarbúa. Þá ber að geta þess að vegurinn er mjög fjölfarinn, svo sem vegna mikillar og sívaxandi umferðar sem er í Bláa lónið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka