Vilja úttekt á flugi á Vestfjörðum

Á Ísafjarðarflugvelli.
Á Ísafjarðarflugvelli. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Það sem er verið að leggja til hér er lítil aðgerð til að framkvæma. Þ.e.a.s. að setja niður vind- og veðurfarsmæla og að umræðan fari í gang. Eru menn sáttir eins og þetta er eða eigum við að stefna að því að auka möguleika Vestfjarða sem eins atvinnu- og búsetusvæðis með þessu?“

Þetta segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, um tillögu sína til þingsályktunar um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum.

Guðjón segir kveikjuna að tillögunni m.a. vera þá að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi um 25 flugvellir á Vestfjörðum verið í notkun en nú séu einungis sjö vellir eftir á skrá hjá flugmálayfirvöldum og þeir flugvellir sem eru í mestri notkun séu allir mjög ófullkomnir.

„Vestfirðir hafa algjöra sérstöðu varðandi flugsamgöngur. Það er enginn góður flugvöllur í þessum landsfjórðungi, þrátt fyrir mjög erfið samgönguskilyrði,“ segir Guðjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert