Aðalmeðferð í máli Sveins fyrir Landsrétti

Sveinn Gestur í héraðsdómi í fyrra.
Sveinn Gestur í héraðsdómi í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli ákæru­valds­ins gegn Sveini Gesti Tryggva­syni hefst fyr­ir Landsrétti í dag. Sveinn var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengsl­um við dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar sem lést eft­ir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní í fyrra.

Dómur héraðsdóms var kærður til Landsréttar.

Sveini var gert í héraði að greiða samtals 32 millj­ón­ir í miska­bæt­ur til unn­ustu Arn­ars, tveggja dætra hans og for­eldra. Einnig var Sveini gert að greiða um 12,9 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað, mál­svarn­ar­laun, rétt­ar­gæslu og út­far­ar­kostnað.

Arn­ar er sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í.

Sveinn er ekki ákærður fyr­ir mann­dráp, en í ákær­unni leiðir áverka­lýs­ing­in til lýs­ing­ar á bana­meini Arn­ars sem er sögð köfn­un vegn­ar þeirr­ar stöðu sem Arn­ar var þvingaður í af Sveini.

Er Sveinn ákærður með vís­an til 2. máls­grein­ar 218. grein­ar al­mennra hegn­ing­ar­laga, en hún tek­ur á stór­felldu lík­ams- eða heilsutjóni sem skap­ast af árás og ef brotaþoli hlýt­ur bana af.

„Nú hlýst stór­fellt lík­ams- eða heilsutjón af árás eða brot er sér­stak­lega hættu­legt vegna þeirr­ar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sæt­ir lík­ams­árás, hlýt­ur bana af at­lögu, og varðar brot þá fang­elsi allt að 16 árum.]“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert