Ákærður fyrir brot gegn systurdóttur

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Þorsteinn

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni á heimili sínu í Reykjavík árið 2015.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið með hönd sína undir klæði stúlkunnar og snert ber kynfæri hennar. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í einkaréttarkröfu gera foreldrar stúlkunnar, sem er ólögráða, þá kröfu að maðurinn greiði henni tvær milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert