Landnámsmennirnir tóku tröllin með sér

Júlíus Ó. Einarsson skoðaði hvernig tröllin mótuðu og settu svip …
Júlíus Ó. Einarsson skoðaði hvernig tröllin mótuðu og settu svip sinn á landið, samkvæmt þjóðsögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Tröll hafa sett mark sitt á landið, samkvæmt þjóðsögunum. Annars vegar með athöfnum sínum og hins vegar hafa þau steinrunnið og eru sýnileg í formi steina og kletta.

Júlíus Ó. Einarsson fjallaði um landmótun trölla í lokaverkefni sínu til BA-gráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann skilaði ritgerðinni, Steinsnar, landmótun trölla í sögnum, nú í september. Leiðbeinandi hans var Terry Adrian Gunnell.

Júlíus gerir þar grein fyrir því hvað „tröll“ eru og hvernig þau hafa sett mark sitt á landið með tvennum hætti. Þau hafa ýmist steinrunnið sjálf og sett svip sinn á landið sem klettar eða drangar eða viðhaft jarðrask t.d. með því að kasta steinum og björgum, oft um langan veg.

Sjá samtal við Júlíus um tröllin í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert