Lífskjör meira en launaliður

Byggingarvinna í miðborginni.
Byggingarvinna í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök atvinnulífisins (SA) sendu seint í gærkvöldi bréf til allra viðsemjenda sinna í komandi kjaraviðræðum. Er þar óskað eftir formlegum viðræðum um atriði sem meðal annars eru tengd lífskjörum og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

„Það er mikilvægt að ramma inn umræðuna í upphafi og mikilvægt að ná til verkalýðshreyfingarinnar með þau mál sem brenna sameiginlega á atvinnurekendum og launþegum. Með þessu erum við að stíga það skref en það þarf tvo til að dansa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í Morgunblaðinu í dag.

„Nálgun atvinnurekenda er sú að næstu samningar snúist um að bæta lífskjör okkar allra og lífskjör eru samsett úr fleiri þáttum en launaliðnum. Aðalatriðið núna er að standa vörð um þann mikla árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Það á að vera sameiginlegt markmið okkar allra.“

Í bréfinu bendir SA á versnandi samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, meðal annars vegna hás launakostnaðar. Á síðustu árum hefur launakostnaður á Íslandi hækkað um 55% umfram erlenda keppinauta og innlent verðlag um 31% umfram verðlag í viðskiptalöndum Íslands, allt mælt í sömu mynt, samkvæmt SA.

Samningsáherslur SA

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert