Lífskjör meira en launaliður

Byggingarvinna í miðborginni.
Byggingarvinna í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­tök at­vinnu­líf­is­ins (SA) sendu seint í gær­kvöldi bréf til allra viðsemj­enda sinna í kom­andi kjaraviðræðum. Er þar óskað eft­ir form­leg­um viðræðum um atriði sem meðal ann­ars eru tengd lífs­kjör­um og sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja.

„Það er mik­il­vægt að ramma inn umræðuna í upp­hafi og mik­il­vægt að ná til verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar með þau mál sem brenna sam­eig­in­lega á at­vinnu­rek­end­um og launþegum. Með þessu erum við að stíga það skref en það þarf tvo til að dansa,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, í Morg­un­blaðinu í dag.

„Nálg­un at­vinnu­rek­enda er sú að næstu samn­ing­ar snú­ist um að bæta lífs­kjör okk­ar allra og lífs­kjör eru sam­sett úr fleiri þátt­um en launaliðnum. Aðal­atriðið núna er að standa vörð um þann mikla ár­ang­ur sem náðst hef­ur á und­an­förn­um árum. Það á að vera sam­eig­in­legt mark­mið okk­ar allra.“

Í bréf­inu bend­ir SA á versn­andi sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars vegna hás launa­kostnaðar. Á síðustu árum hef­ur launa­kostnaður á Íslandi hækkað um 55% um­fram er­lenda keppi­nauta og inn­lent verðlag um 31% um­fram verðlag í viðskipta­lönd­um Íslands, allt mælt í sömu mynt, sam­kvæmt SA.

Samn­ings­áhersl­ur SA

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert