„Óafturkræf eyðilegging“

Lágmynd Sigurjóns Ólafssonar á Síðumúla 20 er nú horfin
Lágmynd Sigurjóns Ólafssonar á Síðumúla 20 er nú horfin mbl.is/Guðmundur Ingólfsson

Lág­mynd sem mynd­list­armaður­inn Sig­ur­jón Ólafs­son vann inn í stein­steypt­an norðurgafl Síðumúla 20 árið 1977 þegar húsið var í bygg­ingu er horfið á bak við klæðningu auk þess sem gluggi hef­ur verið sett­ur í gegn­um verkið.

„Þetta er óaft­ur­kræf eyðilegg­ing,“ seg­ir Birgitta Spur, ekkja Sig­ur­jóns. Rétt­höf­um höf­und­ar­rétt­ar lista­manns­ins var ekki gert viðvart að til stæði að eyðileggja verkið, svo þeir gætu skráð það, tekið af því mót eða gert aðrar ráðstaf­an­ir.

Verkið hluti af evr­ópskri lista­sögu þess tíma

Lögmaður Eik­ar fast­eigna­fé­lags, sem á húsið, seg­ir í bréfi til Mynd­stefs að til­gang­ur viðhalds húss­ins hafi ekki bara verið „að eyðileggja lista­verkið eða hylja það þó að sú hafi orðið raun­in í reynd“. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir  Harpa Fönn Sig­ur­jóns­dótt­ir, lögmaður Mynd­stefs, visst vanda­mál að lag­aramm­inn um höf­und­ar­rétt sé þröng­ur hér­lend­is og að lög­in þyrftu að vera skýr­ari.

Lág­mynd­in sem nú er horf­in var rúm­lega níu metra löng og nær þriggja metra há. Að sögn ekkju lista­manns­ins vísaði verkið í evr­ópsk­ar list­hrær­ing­ar á mót­un­ar­tíma Sig­ur­jóns. „Þetta er verk sem er hluti af evr­ópskri lista­sögu þess tíma og það er búið að eyðileggja það - gró­lega. Mér finnst þeir menn vera grát­lega illa upp­lýst­ir sem hika ekki við að eyðileggja verk sem þetta,“ seg­ir Birgitta. Að henn­ar mati sýn­ir málið að það sé brota­löm í höf­und­ar­rétt­ar­lög­gjöf­inni, að eig­end­um op­in­berra verka sé ekki skylt að til­kynna um breyt­ing­ar eða eyðilegg­ingu á þeim. 

Þessi mynd af norðurgafli Síðumúla 20 var tekin í síðustu …
Þessi mynd af norðurgafli Síðumúla 20 var tek­in í síðustu viku. Eins og sjá má er verk Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar frá ár­in­u1977 horfið bak við klæðningu auk þess sem gluggi hef­ur verið sett­ur í gegn­um mitt verkið. Morg­un­blaðið/​Ein­ar Falur

Lista­verkið ekki á teikn­ing­um

Lögmaður Eik­ar fast­eigna­fé­lags benti á það í bréfi til Mynd­stefs að leyfi frá bygg­inga­full­trúa til breyt­inga á Síðumúla 20 hafi verið veitt í októ­ber 2016 og janú­ar 2017 án at­huga­semda. Verk Sig­ur­jóns á norðurgafli eign­ar­inn­ar hafi ekki verið skráð hjá bygg­ing­ar­yf­ir­völd­um né komi fram á upp­drátt­um. Þar seg­ir jafn­framt að stærsti hluti verks­ins hafi árum sam­an verið hul­inn með skilti frá Hljóðfæra­hús­inu, áður en Eik eignaðist fast­eign­ina. Og hafi Eik því ekki verið kunn­ugt um til­vist þess hluta fyrr en leigutaki fékk heim­ild til að setja glugga á gafl húss­ins. 

Þegar blaðamaður ræðir við starfs­mann bygg­inga­full­trúa sem fer í gegn­um teikn­ing­ar að Síðumúla 20 sem þar eru, staðfest­ir hann að hvergi megi sjá að getið sé um að lista­verk eft­ir Sig­ur­jón Ólafs­son sé á gafli húss­ins. Þegar spurt er hvort af­greiðsla á ósk um að breyta gafl­in­um hefði verið samþykkt at­huga­semda­laust hefði verið vitað af lista­verk­inu seg­ir starfsmaður­inn það ólík­legt.

Til­gang­ur fram­kvæmda ekki að eyðileggja

Harpa Fönn Sig­ur­jóns­dótt­ir er lögmaður Mynd­stefs. Hún seg­ir að í þessu máli sé bent á sæmd­ar­rétt höf­unda sem lýt­ur að því að ekki megi breyta verk­um lista­manna eða taka þau úr sam­hengi án þeirra leyf­is eða hand­hafa höf­und­ar­rétt­ar þeirra.

Þegar Harpa Fönn sendi fyr­ir­spurn til Eik­ar fast­eigna­fé­lags vegna þess álita­máls hvort sæmd­ar­rétt­ur hafi verið brot­inn með því að fjar­lægja verk Sig­ur­jóns, þá vís­ar lög­fræðing­ur fast­eign­ar­fé­lags­ins til grein­ar í lög­um um að breyt­ing­ar á bygg­ing­ar­list séu heim­il­ar í þeim til­vik­um sem telj­ast nauðsyn­leg­ar vegna af­not­ar á fast­eign eða af tækni­leg­um ástæðum.

Í bréfi lög­fræðings Eik­ar seg­ir: „Til­gang­ur viðhalds fast­eign­ar­inn­ar var ekki sá að eyðileggja lista­verkið eða hylja það þó að sú hafi orðið raun­in í reynd. Þess síður að skerða sæmd­ar­rétt höf­und­ar þess, sem lést árið 1982. Til­gang­ur­inn var sá að viðhalda fast­eign­inni þannig að ekki stafaði hætta af henni og að halda mætti áfram að hag­nýta fast­eign­ina, til hags­bóta fyr­ir eig­and­ann í sam­ræmi við eigna­rétt hans. Til þess hef­ur hann heim­ild.“

Í lok bréfs­ins skrif­ar lög­fræðing­ur fast­eigna­fé­lags­ins: „Um­bjóðandi minn harm­ar ef rétt­höf­um lista­manns­ins Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar þykir að sæmd­ar­rétti hans vegið með nauðsyn­legu viðhaldi á fast­eign­inni að Síðumúla 20. Hann ít­rek­ar hins veg­ar að vilji hans eða ásetn­ing­ur stóð ekki til van­v­irðing­ar eða brota á sæmd­ar­rétti. Jafn­framt tel­ur hann slíkt brot ekki hafa verið fram­in ...“

Lag­aramm­inn um höf­und­ar­rétt þröng­ur hér­lend­is

Mynd­stef hef­ur svarað þess­um rök­semd­um lög­fræðings Eik­ar, og bend­ir á að laga­ákvæði það sem hann vís­ar í eigi ein­fald­lega ekki við í þessu til­viki. Ákvæðið eigi „ein­ung­is við þegar breyta á bygg­ing­ar­list, eða arki­tekt­ur (bygg­ing­um) sem eru höf­unda­varðar,“ eins og segi orðrétt í ákvæðinu.

Að sögn Hörpu Fann­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur, lög­fræðings Mynd­stefs, geta breyt­ing­ar þá verið heim­il­ar á bygg­ing­ar­list­inni í þeim til­vik­um sem telst nauðsyn­legt vegna af­nota þess eða af tækni­leg­um ástæðum. „Verk Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar flokk­ast ekki sem bygg­ing­ar­list. Verkið er lág­mynd og telst mynd­list­ar­verk og var grafið inn í hús­vegg húss­ins.“

Harpa Fönn viður­kenn­ir að eign­ar­rétt­ur eig­anda lista­verks geti tal­ist sterk­ur í at­vik­um sem þess­um. Hún seg­ir visst vanda­mál að lag­aramm­inn um höf­und­ar­rétt sé þröng­ur hér á landi. Þegar um sé að ræða lista­verk ut­an­húss, sem verði á viss­an hátt hluti um­hverf­iss­ins og ein­kenn­is­tákn staðar eða hlut­ar, sé rétt­ur lista­manna meiri en ef verk er í einka­rými eins og inni á heim­ili, þar sem eig­and­inn geti gert það við það sem hon­um hugn­ast.

„Sæmd­ar­rétt­ur­inn get­ur hér vikið fyr­ir eigna­rétt­in­um, sem er einnig stjórn­ar­skrár­var­inn, svo það get­ur verið mats­atriði hvenær eig­anda er heim­ilt að fjar­lægja mynd­verk eða hrein­lega eyða því eða hvenær slíkt at­hæfi telst brot á sæmd­ar­rétti mynd­höf­und­ar­ins. Það stang­ast því á hags­mun­ir höf­und­ar­ins og hags­mun­ir eig­anda,“ seg­ir Harpa Fönn.

Ítar­legri um­fjöll­un um málið má lesa í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert