Karlmönnum sem eru í áhættuhóp fyrir HIV-smit stendur til boða án endurgjalds samheitalyf Truvada-lyfsins sem kemur í veg fyrir HIV-smit.
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir á sjöunda tug karlmanna hafa farið í gegnum áhættumat og fengið forvarnarlyfið í hendur frá því að verkefnið hófst í sumar.
„Ef þú ert HIV-neikvæður karlmaður og stundar óvarin kynmök með karlmanni sem er HIV-smitaður og ekki á lyfjameðferð eru hverfandi líkur á að þú sýkist af HIV-veirunni ef þú tekur lyfið í forvarnartilgangi,“ segir Bryndís.
Lyfið kostar 66 þúsund krónur á hvern einstakling á mánuði. Að sögn Bryndísar dregur dagleg notkun lyfsins úr líkum á HIV-smiti um 95 til 98 prósent.