Til greina kemur að óska eftir frestun

Starfið heldur áfram í fiskeldinu. Seiðaflutningaskipið Viking Saga hefur að …
Starfið heldur áfram í fiskeldinu. Seiðaflutningaskipið Viking Saga hefur að undanförnu verið að flytja seiði úr eldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í sjókvíaeldi fyrirtækisins í Dýrafirði. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Til greina kemur að óska eftir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fresti réttaráhrifum nýfallins úrskurðar um ógildingu rekstrarleyfa tveggja fyrirtækja um laxeldi.

Tíminn myndi verða notaður til að bæta úr þeim ágöllum á umhverfismati sem nefndin grundvallaði úrskurð sinn á. Stofnanirnar þrjár sem um ræðir eru enn að skoða hver viðbrögð þeirra ættu að vera og ekki fengust upplýsingar um áform laxeldisfyrirtækjanna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra líklegast að fyrirtækin reyni að hnekkja úrskurðinum fyrir dómstólum og telur eðlilegt að þau leitist við að fá réttaráhrifunum frestað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert