Vanbúnir bílar á Vopnafirði

Sumardekkin koma að litlum sem egum notum í vetrarfærð.
Sumardekkin koma að litlum sem egum notum í vetrarfærð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vanbúnir bílar stöðvuðu umferð á þjóðvegi 1 við Vopnafjörð í gærkvöldi. Snjór féll á Austurlandi í gær og áttu einhverjir bílstjórar í vandræðum með að komast upp brekku skammt frá afleggjaranum.

„Það fer bara allt í hnút þegar það eru vanbúnir bílar inni á milli,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson úr Möðrudal sem var kallaður út til aðstoða við að koma bílunum upp brekku þar sem umferð stöðvaðist. Hann hefur verið þjónustuaðili hjá Vegagerðinni á svæðinu ásamt því að vera kallaður til við að aðstoða ferðamenn.

Drógu bílana upp brekkuna

„Það þurfti að moka, færa bíla og draga þá sem stífluðu umferðina upp brekkuna. Þetta er smábrekka þarna og menn voru fastir og það þurfti að leysa úr því svo umferðin gæti farið að ganga aftur,“ segir Vilhjálmur, en hann var kallaður út um klukkan sex eða hálfsjö í gær og var fyrst á heimleið um tíuleytið í gærkvöldi þegar blaðamaður hafði samband. Spurður í Morgunblaðinu í dag segir hann að flestir bílarnir hafi verið á sumardekkjum og ekki tilbúnir fyrir snjóinn sem kom.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert