Vinnuslys í kísilverinu á Bakka

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vinnuslys varð í kísilverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík á fjórða tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður sem var við vinnu í ofnhúsi, ásamt fleiri starfsmönnum, varð fyrir höggi af verkfæri sem notað er til að tæma ofna verksmiðjunnar. Verið var að tappa af öðrum af tveimur ofnum verksmiðjunnar þegar slysið átti sér stað. RÚV greindi fyrst frá.

Samkvæmt upplýsingum frá PCC er maðurinn ekki lífshættulega slasaður en hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert