Grafið og sprengt fyrir spítala

Flutningabílar munu fara 23-27 þúsund sinnum með jarðefni frá Landspítalalóðinni …
Flutningabílar munu fara 23-27 þúsund sinnum með jarðefni frá Landspítalalóðinni næstu mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðvegsvinna vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut er hafin. Íbúafundur um verklegar framkvæmdir á Landspítalalóð var haldinn á Hótel Natura 27. september.

Þar kom m.a. fram í erindi Ólafs M. Birgissonar, verkefnastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, að brottakstur á efni verði um 350-400 þúsund rúmmetrar. Miðað við að flutningabíll (trailer) flytji að meðaltali 15 rúmmetra í ferð þá þurfa lestaðir flutningabílar að fara 23-27 þúsund ferðir með jarðefni.

Í fyrsta áfanga jarðvinnu og veitna verður lagður grunnur að nýju gatnakerfi við Landspítalann, grafið fyrir meðferðarkjarna og gatnamótum við Snorrabraut breytt. Bergskeringar verða rúmlega 200.000 rúmmetrar úr grunni meðferðarkjarnans og um 100.000 rúmmetrar úr götustæðum, samtals um 300.000 rúmmetrar. Holan í berginu, sem tekin verður fyrir meðferðarkjarnanum, verður allt að 15,6 metra djúp. Dýpst næst barnaspítalanum og kvennadeildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka