Höfnuðu óháðri rannsókn

Svo virðist sem þónokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu …
Svo virðist sem þónokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu náðhúsi við braggann í Nauthólsvík, líkt og vel sést á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í gær. Verkið í heild hefur kostað yfir 400 milljónir og er tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður vegna náðhúss er í 46 milljónum. mbl.is/Árni Sæberg

Til­laga Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Miðflokks­ins, um óháða rann­sókn á rúm­lega 400 millj­óna króna bragg­an­um í Naut­hóls­vík var hafnað án at­kvæðagreiðslu á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær­kvöldi.

Lagði meiri­hlut­inn til málsmeðferðar­til­lögu um að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar skoðaði málið og var það samþykkt með 12 at­kvæðum gegn 10.

Á borg­ar­stjórn­ar­fund­in­um lagði Vig­dís til að óháðir aðilar myndu rann­saka hverj­ir hefðu haft um­sjón með verk­inu, hverj­ir skrifuðu upp á reikn­inga og hverj­ir veittu heim­ild­ir fyr­ir því að fram­kvæmd­ir á bragg­an­um fóru svo langt fram úr kostnaðaráætl­un. Í sam­tali um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Vig­dís að með því að vísa mál­inu til innri end­ur­skoðunar borg­ar­inn­ar sé verið að setja það und­ir pils­fald­inn. Að sögn Víg­dís­ar sit­ur innri end­ur­skoðandi fundi borg­ar­ráðs og hefði því verið í lófa lagið að hefja rann­sókn þegar viðvör­un­ar­bjöll­ur voru farn­ar að klingja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert