Mótmæla veglínu og göngum í Reynisfjalli

Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra …
Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra ályktun Samtaka íbúa og hagsmunasamtaka í Mýrdal. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Samtök íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal leggjast gegn nýrri veglínu þjóðvegar 1 með Dyrhólaósi og göngum í gegnum Reynisfjall.

Samtökin afhentu Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ályktun á opnum fundi í Vík á mánudagskvöld. Einnig fengu sveitarstjóri og þingmenn Suðurkjördæmis ályktunina.

Í ályktuninni segir m.a. að harðar deilur hafi staðið um samgöngumál í Mýrdal á undanförnum árum. „Rætur þeirra átaka eru áform um breytta veglínu um Mýrdalinn og þau margþættu neikvæðu og óafturkræfu áhrif sem hún hefði – ef til framkvæmdar kæmi – á votlendi, landslag, fuglalíf, landbúnað, ferðaþjónustu og búsetuskilyrði íbúa.“

Samtökin segja að aldrei muni nást samstaða um nýja veglínu. Hún muni valda óafturkræfu tjóni á náttúruperlum í Mýrdal og rýra gildi hans sem ferðamannastaðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert