Urriðinn er einstakur

Lífríkið í Öxará er fjörugt enda hafa erindi Jóhannesar Sturlaugssonar …
Lífríkið í Öxará er fjörugt enda hafa erindi Jóhannesar Sturlaugssonar um þennan fisk dregið marga að.

„Urriðastofninn í Öxará á engan sinn líka í víðri veröld,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum. Á laugardag um aðra helgi, 13. október, kl. 14 verður Jóhannes með hina árlegu urriðagöngu um bakka Öxarár í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum, 18. árið í röð.

Í göngunni mun Jóhannes sýna urriða og segja frá stórbrotnum lífsháttum þeirra. Þar kemur eðlilega við sögu hrygningin í Öxará en einnig spennandi upplýsingar frá lífsháttum urriða úr Öxará, Ölfusvatnsá og Útfallinu í djúpum Þingvallavatns. Þar verður greint frá glænýjum landfræðilegum gögnum, meðal annars yfir það hvernig urriðarnir nýta Þingvallavatn árið um kring og varðandi atferli murtunnar, helsta ætis urriðans.

Urriðagangan hefst á bílastæðinu þar sem Hótel Valhöll stóð en þaðan er síðan gengið upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Hefðin hefur verið að hluti urriðanna sem sýndir verða hafa skráða forsögu sem gefur beina innsýn í hvað hefur á daga þeirra drifið. Líklegt að það verði einnig nú, því nú þegar eru að sögn Jóhannesar mættir urriðar í Öxarána sem hann merkti þar haustið 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert