Greiðslur hafa hækkað um 43%

Sífellt meiri ásókn er í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga, m.a. VR.
Sífellt meiri ásókn er í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga, m.a. VR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greiðslur sjúkra- og dagpeninga hafa aukist mikið á þessu ári hjá tveimur stærstu verkalýðsfélögum landsins, VR og Eflingu. Hjá VR nemur hækkunin 43% fyrstu sjö mánuði ársins frá því sem var á sama tíma í fyrra.

Hjá Eflingu hækkuðu dagpeningagreiðslur til félagsmanna á almennum vinnumarkaði um 39% milli ára. Hækkunin skýrist að hluta til af því að laun hafa hækkað og félögum hefur fjölgað. „Þó er ljóst að veikum hefur fjölgað, þeir voru lengur veikir og fengu hærri upphæðir,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjúkrasjóðs hjá Eflingu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að iðgjöld í sjúkrasjóð hafi numið um 1,8 milljörðum króna í fyrra og verði um tveir milljarðar í ár.

„Útgreiðsluhlutfallið er komið yfir 80 prósent það sem af er þessu ári. Við stöndum alveg undir þessu enda erum við með einn öflugasta sjúkrasjóð landsins en ef þessi þróun heldur áfram endar þetta bara á einn veg; með skerðingum. Þetta getur ekki haldið áfram endalaust,“ segir hann.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar að bregðast þurfi við þessum vanda, ella muni afleiðingarnar leggjast af þunga á almannatryggingakerfið. „Við viljum vita af hverju fólkið okkar er að gefast upp. Hvað er það í okkar samfélagi sem veldur því að við erum að missa fólk í þetta miklum mæli í veikindi, í streitutengda sjúkdóma, og út af vinnumarkaði?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert