Minnsta aukningin í síðasta mánuði

Vegagerðin býst við að umferð muni aukast á næstu mánuðum.
Vegagerðin býst við að umferð muni aukast á næstu mánuðum. mbl.is/​Hari

Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,5% í september. Að mati Vegagerðarinnar er það minnsta umferðaraukningin á milli mánaða það sem af er ári. Þetta er einnig mun minni aukning en meðatal septembermánaða á árunum 2005 til 2018.

Umferð á talningarsvæðum Vegagerðarinnar hefur aukist í ár um 2,7% sem er er rúmlega þrisvar sinnum minni aukning en á sama tíma í fyrra.

Um er að ræða þrjú lykilsnið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Vegagerðin notar teljara til að mæla umferð. Sniðin eru Hafnarfjarðarvegur sunnan við Kópavogslæk, Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi og Nesbraut ofan Ártúnsbrekku við Skeljung. Umferð um þessi svæði jókst mest um 4,6% og var það á milli janúarmánaða 2017 og 2018, að því er fram kemur í umfjöllun um septemberumferðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert