Ábyrgðin leigunnar en ekki Brimborgar

„Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimbogar til …
„Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimbogar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum.“ Skjáskot/Kveikur

„Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum,“ segir í yfirlýsingu frá Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, og Helga Seljan fréttamanni vegna ásakana Brimborgar um að Helgi hafi brotið siðareglur RÚV.

„Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Þar segir að viðmælandi þeirra, Sandrius Ung­urys, hafi öðru fremur verið að lýsa því hvernig væri fyrir útlendan starfsmann að fá upplýsingar um þau kjör sem hér byðust í sambærilegum störfum almennt. „Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimbogar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum.“

Þá segir að efnislega hafi nákvæmlega það sem fram kom í yfirlýsingu Brimborgar verið birt í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert