Bankahrunið rætt

Mikil reiði braust út í samfélaginu haustið 2008 þegar íslenska …
Mikil reiði braust út í samfélaginu haustið 2008 þegar íslenska bankakerfið hrundi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Okkur, sem höfum staðið að undirbúningi ráðstefnunnar, kom á óvart hversu margir höfðu áhuga á að taka til máls. Fyrirlesarar voru þrefalt fleiri en við áttum von á,“ segir Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og einn af sex í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar Hrunið, þið munið, sem Háskóli Íslands stendur fyrir í dag og á morgun.

Tilefnið er að 10 ár eru liðin frá bankahruninu 2008 en alls flytja hátt í eitt hundrað fræðimenn fyrirlestra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Verður m.a. fjallað um íslenskar rannsóknir sem eiga að varpa ljósi á tengsl milli fjármálahrunsins og breytinga á heilsu og líðan fólks sem og samskiptavanda á vinnustöðum. Samkvæmt opinberum gögnum frá bæði Íslandi og OECD-löndunum kemur Ísland vel út í flestum þáttum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert