Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

Einar Á. E. Sæmundssen á Þingvöllum.
Einar Á. E. Sæmundssen á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

Þing­valla­nefnd ákvað á fundi sín­um í dag að ráða Ein­ar Á. E. Sæ­munds­sen í starf þjóðgarðsvarðar á Þing­völl­um. Í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar seg­ir að gengið verði til samn­inga við Ein­ar, sem var gengt hef­ur embætt­inu síðasta árið.

Til starfs­ins naut Ein­ar stuðning þing­manna stjórn­ar­liðsins í Þing­valla­nefnd, þeirra Ara Trausta Guðmunds­sson­ar, sem er formaður, Vil­hjálms Árna­son­ar, Páls Magnús­son­ar og Lín­eik­ar Önnu Sæv­ars­dótt­ur. Valið stóð ann­ars milli Ein­ars og Ólínu Þor­varðardótt­ur.  Hún naut stuðning Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, Hönnu Katrín­ar Friðriks­sen og  Karls Gauta Hjalta­son­ar, sem öll eru í stjórn­ar­and­stöðunni.

Ein­ar Á.E. Sæ­mundsen er land­fræðing­ur og lands­lags­arki­tekt að mennt. Hann hef­ur starfað sem fræðslu­full­trúi þjóðgarðsins frá 2001 og vann meðal ann­ars að skipu­lagn­ingu fræðslu­starfs á Þing­völl­um. Hann hef­ur jafn­framt haft um­sjón með sinnt ýmsu sem viðvík­ur því að Þing­vell­ir eru á heims­minja­skrá UNESCO.

Ólína er ósátt

Í stöðufærslu á Face­book nú í kvöld lýs­ir Ólína Þor­varðardótt­ir mikl­um von­brigðum með að hafa ekki fengið starfið. Bend­ir hún í því sam­bandi í mennt­un sína, það er doktors­próf í ís­lensk­um bók­mennt­um og þjóðfræðum, og stjórn­un­ar­reynslu auk marg­vís­legr­ar reynslu ann­ar­ar sem hún taldi falla vel að skil­yrðum sem aug­lýst voru fyr­ir starf­inu. 

„Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oft­ar, er að vera kom­in yfir fimm­tugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþing­ismaður,“ seg­ir Ólína.  

Upp­fært klukk­an 21:30: Mbl.is hafði sam­band við Ara Trausta Guðmunds­son, formann Þing­valla­nefnd­ar. Hann sagði skrif­leg­an rök­stuðning nefnd­ar­inn­ar fyr­ir ráðningu Ein­ars í vinnslu og að vænt­an­lega verði hann gerður op­in­ber um helg­ina. Að svo stöddu vildi hann ekki tjá sig nán­ar um málið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður.
Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert