Öll aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands, nítján talsins, hafa veitt sambandinu samningsumboð sitt fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. „Það eru öll félögin að vinna saman að kröfugerð, og er þetta í fyrsta skipti sem það gerist. Það er merkur áfangi.“
„Við vorum með vinnufundi í gær og í dag þar sem við unnum að drögum. Við förum svo með þau í félögin og hittumst aftur á miðvikudaginn í næstu viku.“
Björn segir fagnaðarefni að sambandið komi fram sem einn aðili fyrir öll félögin. „Þetta þýðir að það er meiri samstaða og meiri líkur á því að við náum árangri.“