„Nú höfum við aðeins á eitthvað til að horfa á í baksýnisspeglinum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands um hrunið og þær rannsóknir sem hafa verið gerðar frá því það gerðist. Vissulega sé stutt frá atburðunum en það sé skylda fræðasamfélagsins að fjalla um samfélagið.
Í dag var sett umfangsmikil ráðstefna í skólanum: Hrunið, þið munið og við það tækifæri flutti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarp. Í myndskeiðinu er rætt við Jón Atla og sýnd valin brot úr ávarpi forsetans.
Háskólinn heldur úti umfangsmiklum vef um hrunið og efni af ýmsu sem tengist því. Þar er hægt að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar í dag og á morgun.