Ryð á trjágróðri víða um landið

Í Haukadal. Ólíkir klónar af ösp eru mjög misnæmir fyrir …
Í Haukadal. Ólíkir klónar af ösp eru mjög misnæmir fyrir ryðinu. Ljósmynd/Halldór Sverrisson

Allnokkuð bar á ryðsvepp á trjágróðri víða um land í sumar og asparryð breiðist nú út í auknum mæli á Norður- og Austurlandi.

Á vef Skógræktarinnar segir að þegar á allt sé litið hafi sumarið verið nokkuð hagstætt ryðsveppum veðurfarslega enda þurfi ryðsveppir á trjágróðri vætu til þess að dafna.

Í sumar hafi fréttir borist víða að af landinu um mikið ryð á viðju. Áður hafi það aðallega verið bundið við hreggstaðavíði, að því er segir á vefnum. Sem dæmi er nefnt að í lok júní hafi lerki í Gunnfríðarstaðaskógi í Austur-Húnavatnssýslu verið alsett ryðblettum. Þetta hafi komið á óvart vegna þess að asparryð hafði ekki fundist þar í níu ár og virtist útdautt.

Í haust hafi aspir þar verið meira og minna lauflausar eða með svörtum blöðum og jörð þakin sýktum blöðum með vetrargróum. Þá hafi asparryð aftur skotið upp kollinum á Fljótsdalshéraði, en talið hafði verið að það hefði dáið út þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka