„Fiskeldisfyrirtækin eru á vissan hátt fórnarlömb í þessu og eins starfsfólkið og byggðarlögin þar sem þau starfa,“ segir Einar Kr. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva.
„Fyrir okkur er nauðsyn að það leiki enginn vafi á því hvað skuli taka með annars vegar í umhverfismati og hins vegar við undirbúning rekstrar- og starfsleyfa. Við viljum að þetta sé sem skýrast,“ segir Einar í í Morgunblaðinu í dag, en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar (UST) um útgáfu starfsleyfa tveggja fiskeldisstöðva.