Umferðarslys kosta yfir 50 milljarða árlega

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði umferðaröryggi til hliðsjónar …
Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði umferðaröryggi til hliðsjónar í öllum þáttum nýrrar samgönguáætlunar. mbl.is/Árni Sæberg

Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Þessi kostnaður samfélagsins er allt of hár og til mikils að vinna að draga úr slysum með öllum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þegar hann setti umferðarþing á Grand hóteli klukkan níu í morgun ásamt forstjóra Samgöngustofu, Þórólfi Árnasyni.

Ráðherrann sagði liggja fyrir framsækna áætlun varðandi umferðaröryggi í samgönguáætlun og vísaði til markmiðs um að að Ísland verði meðal þeirra fimm Evrópuþjóða þar sem slys eru fæst. „Verulegur árangur hefur náðst í öryggismálum í flugi og siglingum, svo góður árangur að engin banaslys hafa verið síðastliðin tvö ár, hvorki í flugi, né í siglingum. Sú er enn ekki staðan í umferðaröryggismálum,“ sagði Sigurður.

„Á aðeins fimm árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um um það bil 40% og því fylgja miklar áskoranir,“ staðhæfði ráðherrann og vísaði til þess að auk íbúa ferðast að meðaltali 30-40 þúsund ferðamenn um vegakerfið dag hvern, auk þeirra tugþúsund erlendu ríkisborgara sem hér eru við störf.

Umferð hefur aukist til muna síðustu misseri.
Umferð hefur aukist til muna síðustu misseri. mbl.is/​Hari

Samstarf margra

Þórólfur sagði öryggi í umferðinni samstarf margra aðila sem miða af forvörnum fræðslu og löggæslu. Hann sagði umferðaröryggi eitthvað sem þurfi að vinna bæði með erlendum ferðamönnum og íbúum, þar sem það eru ekki síst svo að Íslendingar eru að valda slysum á ferðamönnum.

Áhersla umferðarþingsins er á breyttar áherslur og áskoranir varðandi umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Ætlunin er að svara spurningunum um hver staðan er í dag m.a. á grundvelli slysatölfræði, hvað verið er að gera í forvörnum og fræðslu og hvað sé hægt og hvað þurfi að gerameð nútíma upplýsingatækni, segja skipuleggjendur.

Samgöngustofa heldur þingið í samvinnu við Landsbjörg (Safetravel), Vegagerðina, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, SAF og lögregluna. Stendur þingið til um klukkan þrjú í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka