Hertar reglur um útblástur

Rafbílum og tengiltvinnbílum fjölgar mjög ört.
Rafbílum og tengiltvinnbílum fjölgar mjög ört.

Volkswagen (VW), Mercedes-Benz, Porsche og fleiri bíla­fram­leiðend­ur eru hætt­ir að selja sum­ar gerðir ten­gilt­vinn­bíla í Evr­ópu vegna nýrra reglna um út­blást­ur, að því er seg­ir í Automoti­ve News Europe.

Regl­urn­ar, sem eru skammstafaðar WLTP, tóku gildi í ESB í sept­em­ber. Útblást­ur ten­gilt­vinn­bíla er nú mæld­ur á ann­an hátt en áður sem veld­ur því að los­un nokk­urra gerða fer yfir 50 g/​km af CO2 viðmiðið. Þeir ten­gilt­vinn­bíl­ar sem þetta á við njóta ekki leng­ur 3.000 evra (393.000 ÍKR) niður­greiðslu í Þýskalandi.

Yf­ir­leitt þurfa bíla­fram­leiðend­ur að búa bíla sína stærri drifraf­hlöðum svo þeir fari und­ir 50 g/​km af CO2. Fram kem­ur að VW hafi hætt sölu á Passat GTE og Golf GTE tíma­bundið. Ný kyn­slóð sem stenst viðmiðið er vænt­an­leg í júlí 2019.

Porsche hef­ur hætt sölu á Pana­mera- og Cayenne-ten­gilt­vinn­bíl­um og hyggst end­ur­hanna þá.Mercedes-Benz kem­ur með nýj­ar kyn­slóðir ten­gilt­vinn­bíla inn­an tveggja mánaða. Þær munu losa minna en 50 g/​km af CO2, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert