Hjólað í jakkafötum

Ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdi prúðbúnu hjólafólki síðasta sunnudag.
Ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdi prúðbúnu hjólafólki síðasta sunnudag. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi fólks úti um allan heim hefur farið í sitt fínasta púss og hjólað um götur heimaborgar sinnar, til styrktar heilsu karla. Í ár söfnuðust samtals sex milljónir dollara í átakinu Herramenn á hjólum. 

Áhugamenn um vélhjól klæddu sig upp og óku á hjólum um stræti Reykjavíkur á sunnudaginn síðastliðinn, til þess að vekja athygli á blöðruhálskrabbameini og andlegri heilsu karla. Viðburðurinn, The Distinguished Gentleman’s Ride, eða Herramenn á hjólum, er upprunninn í Ástralíu og var í ár haldinn á Íslandi í fyrsta skipti. Jafnframt fer fram söfnun til styrktar málstaðnum á heimasíðu viðburðarins en í ár hafa sex milljónir dollara safnast í átakinu, þar af sex þúsund dollarar á Íslandi. 

Viðburðurinn hefur verið haldinn víða um heim en var fyrst haldinn í Ástralíu árið 2013. Kveikjan að viðburðinum var mynd af Don Draper í Mad Men þar sem hann ók sígildu vélhjóli og klæddist fínum jakkafötum. Hinn ástralski Mark Hawwa, sem átti frumkvæði að viðburðinum, ákvað þá að sniðugt væri að koma á fót viðburði þar sem áhugafólk um vélhjól kæmi saman og hjólaði á sígildum vélhjólum í sparifötunum. Tilgangurinn með þessu væri að vega á móti neikvæðri staðalmynd vélhjólamanna, ásamt því að hrista saman hópinn. 

Nánar um málið og fleiri myndir af prúðbúnu hjólafólki er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert