Leita nýrra leiða með kókaín

Krakk er búið til úr kókaíni og íblöndunarefnum, vatni og …
Krakk er búið til úr kókaíni og íblöndunarefnum, vatni og annað hvort ammóníum eða natron. Þetta er síðan er hitað svo úr verða kristallar sem eru reyktir. AFP

„Þessi ungi hópur er alltof kaldur að prófa hvað sem er,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Nú er orðið þekkt að ungt fólk á aldrinum fimmtán til átján ára sé farið að reykja kókaínkrakk.

RÚV greindi frá því í kvöldfréttum sínum að 17 ára drengur hafi verið fluttur á bráðamóttöku í gær vegna krakkreykinga.

Guðmundur segir mikið af kókaíni í umferð og að þá fari fólk að leita að nýjum aðferðum til að neyta efnanna. „Það er ákveðinn hópur sem er að sprauta sig, þau voru að prófa sýruna þegar hún kom og núna virðist vera að þessi hópur sé að reykja kókaín.“

Krakk er búið til úr kókaíni og íblöndunarefnum, vatni og annað hvort ammóníum eða natron. Þetta er síðan er hitað svo úr verða kristallar sem eru reyktir.

Í frétt RÚV segir að fjöldi þeirra sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið Vog í fyrra vegna kókaínfíknar hafi tvöfaldast á tveimur árum. Þá segir að neysla kókaíns hafi aukist mikið á árunum fyrir hrun en dregist hratt saman. Neyslan fór svo aftur að aukast 2014 og er nú orðin talsvert meiri en þegar mest var fyrir hrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka