Setja belgi utan á bryggjuna

Belgir hafa verið settir utan á bryggjuna svo hægt verði …
Belgir hafa verið settir utan á bryggjuna svo hægt verði að halda tankskipinu Mergus frá henni. Að öðrum kosti myndi skipið stranda. mbl.is/Árni Sæberg

Faxa­flóa­hafn­ir hafa mik­inn viðbúnað vegna tank­skips sem vænt­an­legt er um helg­ina með as­falt til mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða í Ártúns­höfða. Skipið heit­ir Merg­us og er 4.077 brútt­ót­onn. Ef áætlan­ir stand­ast verður skipið tekið inn á morg­un­flóðinu á morg­un, sunnu­dag.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um er inn­sigl­ing­in að höfn­inni í Ártúns­höfða að lokast vegna sand­b­urðar. Þá er dýpið við bryggj­una orðið svo lítið að tank­skipið myndi stranda ef það færi al­veg að bryggj­unni. Starfs­menn Faxa­flóa­hafna hafa brugðist við þessu með því að setja svo­kallaða „yo­kohama“-belgi utan á bryggj­una til að halda skip­inu frá henni. Belg­irn­ir eru tveir metr­ar í þver­mál.

„Við féll­umst á að taka eitt skip inn til viðbót­ar þannig að Höfði gæti staðið við þá samn­inga sem þeir hafa gert. Þetta er allra síðasta skipið sem við þjón­ust­um þarna inn,“ seg­ir Gísli Jó­hann Halls­son, yf­ir­hafn­sögumaður Faxa­flóa­hafna, í Morg­un­blaðinu í dag. Skipið mun svo yf­ir­gefa höfn­ina á flóði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert