Skorar á andstæðinga veggjalda

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir mikilvægt …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir mikilvægt að leita nýrra fjármögnunarleiða ef hraða eigi vegaframkvæmdum. mbl.is/Eggert

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur skorað á andstæðinga veggjalda að stinga upp á öðrum fjármögnunarmöguleikum til þess að flýta fyrir vegaframkvæmdum. Þetta kom fram í máli hennar undir lok umferðarþings sem haldið var í gær á Grand hóteli.

Það er erfitt að forgangsraða í vegaframkvæmdir þar sem eru uppi háværar kröfur um aukið fjármagn til heilbrigðis-, velferðar-, mennta- og löggæslumála sem gera það að verkum að takmarkanir eru á því hvernig sé farið að því flýta fyrir vegaframkvæmdum sem fólki þykir mikilvægar, að sögn hennar

Þá sagði Þórdís Kolbrún mikilvægt að leita nýrra fjármögnunarleiða svo hægt sé að hrinda af stað framkvæmdum fyrr. Jafnframt skoraði hún á þá sem eru mótfallnir veggjöldum að leggja fram aðrar fjármögnunartillögur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka