Taka upp hanskann fyrir Icelandair

ASÍ gagnrýndi uppsagnir hjá Icelandair.
ASÍ gagnrýndi uppsagnir hjá Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins taka upp hansk­ann fyr­ir Icelanda­ir sem miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands gagn­rýndi fyr­ir hagræðing­araðgerðir í álykt­un­um miðstjórn­ar í síðustu viku. Gagn­rýndi miðstjórn ASÍ ákvörðun Icelanda­ir um upp­sagn­ir starfs­manna og fækk­un flugliða sem gefst kost­ur á hluta­starfi.

Á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir að óhjá­kvæmi­leg­ar hagræðing­araðgerðir standi fyr­ir dyr­um í ís­lensku at­vinnu­lífi til að bregðast við háum launa­kostnaði og erfiðri sam­keppn­is­stöðu, og nor­ræn verka­lýðshreyf­ing sýni hagræðing­araðgerðum fyr­ir­tækja skiln­ing á grund­velli tryggs ör­ygg­is­nets á vinnu­markaði, enda for­senda þess að fyr­ir­tæki geti staðist alþjóðlega sam­keppni.

„Aðstæður í flugrekstri eru krefj­andi um þess­ar mund­ir. Eins og fram hef­ur komið í til­kynn­ing­um Icelanda­ir hef­ur fé­lag­inu reynst nauðsyn­legt að grípa til marg­háttaðra ráðstaf­ana til hagræðing­ar og lækk­un­ar kostnaðar og þar á meðal til upp­sagna starfs­manna. Í þeim efn­um hef­ur öll­um samn­ing­um sem um slíkt gilda verið fylgt,“ seg­ir á vef SA.

Benda sam­tök­in á að starfs­menn Icelanda­ir hafi fjölgað um 1.500 á fjór­um árum, eða séu nú 4.300 sam­an­borið við 2.800 árið 2013. Fé­lagið hafi reist þjálf­un­ar­set­ur í Hafnar­f­irði og flug­skýli á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir millj­arð króna í þeim til­gangi að flytja til Íslands á annað hundrað störf sem áður voru unn­in er­lend­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert