Sektar ekki vegna nagladekkja

mbl/Arnþór

Þar sem vet­ur­inn hef­ur gert vart við sig á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar á land­inu með frosti og hálku er lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu ekki að sekta öku­menn vegna nagla­dekkja þó að ekki sé al­mennt leyfi­legt að nota nagla­dekk fyrr en eft­ir 1. nóv­em­ber.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar. „Vet­ur­inn hef­ur þegar gert vart við sig víða á land­inu og viðbúið að frost og hálka eigi eft­ir að gera öku­mönn­um áfram lífið leitt. Lög­regl­an hef­ur fengið nokkuð af fyr­ir­spurn­um um nagla­dekk frá öku­mönn­um, sem eru að koma til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu, og því er það und­ir­strikað að öku­menn bif­reiða, sem eru bún­ar nagla­dekkj­um, eiga ekki sekt yfir höfði sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert