Forvitin um fornöld

Kakkarnir horfðu spenntir til safnkennarans, sem hafði frá mörgu áhugaverðu …
Kakkarnir horfðu spenntir til safnkennarans, sem hafði frá mörgu áhugaverðu að segja mbl.is/Kristinn Magnússon

„Beinagrindurnar vekja alltaf mestan áhuga krakkanna,“ segir Anna Leif Elídóttir, safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Í gær var boðið upp á leiðsögn fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra en yfir veturinn eru slíkir viðburðir reglulega á dagskrá í starfi safnsins.

Vel yfir 100 manns mættu á kynninguna í gær. Þar var sjónum sérstaklega beint að landnámsöldinni og þeim hluta grunnsýningarinnar Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár þar sem brugðið er ljósi á fyrstu aldir Íslandsbyggðar.

Meðal þess sem krakkarnir fengu að kynnast á Þjóðminjasafninu í gær voru leifar af skyri eða einhverjum slíkum mjólkurmat sem fannst í fornleifauppgreftri á Bergþórshvoli í Landeyjum endur fyrir löngu. Þá var sýnd þrívíddarprentuð eftirmynd af upphandleggsbeini konu, sem fannst þegar kirkjugarður frá þjóðveldisöld var grafinn þar upp. Sömuleiðis fengu krakkarnir að handleika eftirlíkingar af fornum munum, svo sem kúptum nælum og skærum.

Sjá umfjöllun um kynningu þessa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert