Fuglar eru sestir á syllur Látrabjargs

Framkvæmdir í fullum gangi í Perlunni.
Framkvæmdir í fullum gangi í Perlunni. mbl.is/​Hari

Uppstoppaðir fuglar hafa nú verið settir á syllur í nýju Látrabjargi, sem er hluti af nýrri sviðsmynd í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík. Segja má að húsið gangi nú í endurnýjun lífdaga.

Það skemmdist nokkuð í eldsvoða snemma á þessu ári en nú er viðgerðum lokið og nýlega var Náttúruminjasafni Íslands afhent 300 fermetra rými í einum af hitaveitutönkunum sem sjálft glerhýsi Perlunnar hvílir á. Safnið fær umrætt pláss til endurgjaldslausra afnota í fimmtán ár og nú er verið að setja þar upp sérsýninguna Vatnið í náttúru Íslands.

Á sýningunni verður fjallað um vatn, þessa mikilvægu undirstöðu alls lífríkisins. Meðal annars verða uppi rauntímamælingar á veðri og vatni á tuttugu stöðum á landinu og til sýnis lifandi vatnadýr, jurtir og líkön af dýrum. Sýningin verður opnuð 1. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert