Kristinn biður konur afsökunar

Kristni var boðið að segja upp sjálfur, eða láta skólann …
Kristni var boðið að segja upp sjálfur, eða láta skólann segja honum upp. mbl.is/Árni Sæberg

Krist­inn Sig­ur­jóns­son, lektor við tækni- og verk­fræðibraut Há­skól­ans í Reykja­vík (HR), biðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um sem leiddu til þess að hon­um var sagt upp stöðu sinni við HR. „Ég þarf að biðja heiðarleg­ar kon­ur af­sök­un­ar á því að hafa mis­boðið þeim með þessu orðfæri,“ seg­ir Krist­inn í sam­tali við mbl.is.

Málið á ræt­ur að rekja til um­mæla Krist­ins á lokaðri Face­book-síðu sem nefn­ist Karl­mennsku­spjallið, en þar sagði hann m.a. kon­ur troða sér inn á vinnustaði þar sem karl­menn vinna. Þá sagði hann að kon­ur eyðileggðu vinnustaðina því karl­menn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerl­ing­ar, allt annað er áreiti“. 

DV greindi fyrst frá.

Seg­ist ekki vera illa við kon­ur

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að um­mæl­in hafi hann birt í tengsl­um við stærri umræðu á síðunni. Hann seg­ir að nú á tím­um séu karl­menn ótt og títt ásakaðir fyr­ir of­beldi og áreiti og oft sé „verið að draga upp ára­göm­ul, jafn­vel fimm­tíu ára göm­ul dæmi, og menn dregn­ir fyr­ir dóm­stól göt­unn­ar“.

„Með viðhorf­in eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með kon­um eða hafa þær nærri mér,“ er meðal þess sem Krist­inn seg­ir í um­mæl­um við mynd sem ann­ar aðili deildi á síðunni.

Hann seg­ir að ekki eigi að túlka um­mæl­in hans sem að hon­um sé illa við kon­ur. „Ég á dótt­ur og ég á konu, og ég var rétt áðan að tala við mína fyrr­ver­andi konu. Það er allt mjög gott á milli okk­ar allra.“

Á fimmtu­dag var Krist­inn boðaður á fund með mannauðsstjóra HR þar sem hon­um voru boðnir tveir val­kost­ir; að segja upp sjálf­ur eða láta skól­ann segja hon­um upp. Hann seg­ist ekki hafa ákveðið hvorn val­kost­inn hann muni taka en seg­ist vera að hugsa málið út frá praktísk­um sjón­ar­miðum, eins og hvernig regl­ur um at­vinnu­leys­is­bæt­ur horfi við mun­in­um á formi upp­sagn­ar.

Óánægður með viðbrögð skól­ans

Aðspurður hvað hon­um þyki um viðbrögð stjórn­enda HR seg­ir Krist­inn, sem á 64 ára af­mæli í dag: „Ég á ekk­ert mikla mögu­leika. Það er vitað mál að þegar fólk er komið yfir fimm­tugt þá á það ekk­ert mjög auðvelt með að fá vinnu. Að gefa mér ekki mögu­leika til að lýsa mín­um sjón­ar­miðum eða gefa mér áminn­ingu finnst mér ekki bjóðandi há­skóla sem á ekki bara að virða, held­ur dýrka tján­ing­ar­frelsi og hugs­un­ar­frelsi.“

Ei­rík­ur Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi HR, staðfesti að Krist­inn hefði sagt upp störf­um hjá skól­an­um en vildi ekki tjá sig efn­is­lega um málið.

Bú­ast má við að til skamms tíma verði eitt­hvert rask á kennslu í þeim áföng­um sem Krist­inn hafði áður um­sjón með.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka