Mótmælir ásökunum Gunnars

Frá formannskosning í Eflingu fyrr á árinu.
Frá formannskosning í Eflingu fyrr á árinu. mbl.is/Hari

„Ég mótmæli þeim ásökunum sem á mig eru bornar,“ sagði Kristjana Valgeirsdóttir, fjármálastjóri Eflingar, í samtali við Morgunblaðið.

Gunnar Smári Egilsson, forystumaður í Sósíalistaflokknum, skrifaði í Miðjuna og á Facebook um launuð störf eiginkonu sinnar fyrir Eflingu. Hann nafngreindi þar Kristjönu og vændi hana um að hafa gert greiðslur til Öldu Lóu að fréttaefni vegna deilna við yfirmenn sína á skrifstofu félagsins.

Hann sakaði einnig Kristjönu um spillingu í starfi, en í Morgunblaðinu í dag vill hún ekki svara ásökunum Gunnars Smára, segir þær í höndum lögmanns hennar.

„Það er mjög athyglisvert að starfsmaður stéttarfélags til 36 ára, sem unnið hefur undir stjórn þeirra Guðmundar J., Halldórs Björnssonar og Sigurðar Bessasonar, þurfi að ráða sér lögmann til að verja sig þegar stéttarfélagið hefur það hlutverk samkvæmt lögum að verja launamenn,“ segir Kristjana í samtali við Morgunblaðið.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. mbl.is/Hari

Fram kom í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu á laugardag að ekki væri allt með felldu á skrifstofu Eflingar. Formaður og framkvæmdastjóri félagsins voru sögð stjórna með harðri hendi og formaðurinn hafa neitað að svara því efnislega hvers vegna tveir af reyndustu starfsmönnum félagsins, fjármálastjóri og bókari, væru komnir í veikindaleyfi. Ein ástæðan var sögð sú að fjármálastjórinn hefði neitað að greiða háa reikninga frá Öldu Lóu vegna vinnu hennar fyrir félagið nema fá samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslunum.

„Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er loft lævi blandið á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri eru sögð stjórna með harðri hendi og starfsfólki jafnvel hótað áminningu í starfi af minna en engu tilefni.

Sólveig Anna formaður frá því í vor, bar við trúnaði við starfsmenn og neitaði að svara efnislega, þegar hún var spurð um ástæður þess að tveir af reynslumestu starfsmönnum félagsins, fjármálastjórinn og bókari, eru komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Ástæðan er m.a. sú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að fjármálastjórinn neitaði að greiða háan innsendan reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, helsta bakhjarls Sólveigar Önnu í baráttunni um formennskuna, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslu reikningsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þessi afgreiðsluháttur fjármálastjórans byggður á áratuga hefðum og hefur aldrei verið vefengdur, þar til nú,“ segir meðal annars í fréttaskýringunni en áskrifendur geta lesið hana í heild í Morgunblaðinu á laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka