Öryggislending á Keflavíkurflugvelli

Ekki fengust upplýsingar um hvaða flugfélag átti í hlut.
Ekki fengust upplýsingar um hvaða flugfélag átti í hlut. mbl.is/ÞÖK

Farþegaflugvél óskaði eftir lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld sökum sprungu í framrúðu vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Alls voru farþegar vélarinnar 123 og þurfa að eyða nóttinni hérlendis, samkvæmt heimildum mbl.is.

Ekki þurfti að lýsa yfir neyðarástandi og gekk lendingin vel. Flugfélagið er erlent en ekki fengust nánari upplýsingar hvers lenskt það er eða hver lokaáfangastaður vélarinnar er. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka