Öll starfsemi Genis komin norður

Um 30 manns starfa hjá Genis, sem framleiðir fæðubótarefni.
Um 30 manns starfa hjá Genis, sem framleiðir fæðubótarefni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Öll starfsemi líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði hér á landi er nú á Siglufirði en fyrirtækið flutti þróunardeild sína norður eftir sumarfrí.

Um þrjátíu manns starfa hjá fyrirtækinu á Siglufirði, þar af stór hluti hámenntaður. Hilmar Janusson, forstjóri Genis, segir það aldrei hafa verið vandamál að fá menntað fólk til starfa á Siglufirði og segir það í raun ekkert frábrugðið því að fá fólk frá stórborgum til Reykjavíkur.

Genis hefur á árinu unnið að því að tryggja tveggja milljarða króna fjármögnun með hlutafjáraukningu og á Hilmar von á að því verki ljúki á næstu vikum. „Við höfum átt í samtali við innlenda og erlenda fjárfesta og finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Hilmar um starfsemi Genis í Morgunblaðinu í dag, en félagið er að stærstum hluta í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert